Christmas Day
free while helping to build churches and support pastors in Uganda.
Click here to learn more!
Read the Bible
Heilögum Biblíunni
Sálmarnir 63
1 Sálmur eftir Davíð, þá er hann var í Júda-eyðimörk. (63:2) Drottinn, þú ert minn Guð, þín leita ég, sál mína þyrstir eftir þér, hold mitt þráir þig, í þurru landi, örþrota af vatnsleysi.2 (63:3) Þannig hefi ég litast um eftir þér í helgidóminum til þess að sjá veldi þitt og dýrð,
3 (63:4) því að miskunn þín er mætari en lífið. Varir mínar skulu vegsama þig.4 (63:5) Þannig skal ég lofa þig meðan lifi, hefja upp hendurnar í þínu nafni.5 (63:6) Sál mín mettast sem af merg og feiti, og með fagnandi vörum lofar þig munnur minn,6 (63:7) þá er ég minnist þín í hvílu minni, hugsa um þig á næturvökunum.
7 (63:8) Því að þú ert mér fulltingi, í skugga vængja þinna fagna ég.8 (63:9) Sál mín heldur sér fast við þig, hægri hönd þín styður mig.9 (63:10) Þeir sem sitja um líf mitt sjálfum sér til glötunar, munu hverfa í djúp jarðar.10 (63:11) Þeir munu verða ofurseldir sverðseggjum, verða sjakölunum að bráð.11 (63:12) Konungurinn skal gleðjast yfir Guði, hver sá er sver við hann, skal sigri hrósa, af því að munni lygaranna hefir verið lokað.