the Week of Proper 28 / Ordinary 33
free while helping to build churches and support pastors in Uganda.
Click here to learn more!
Read the Bible
Heilögum Biblíunni
Jobsbók 36
1 Og Elíhú hélt áfram og sagði:2 Haf þolinmæði við mig enn stutta stund, að ég megi fræða þig, því að enn má margt segja Guði til varnar.3 Ég ætla að sækja þekking mína langar leiðir og sanna, að skapari minn hafi á réttu að standa.4 Því að vissulega fer ég eigi með ósannindi, maður með fullkominni þekking stendur frammi fyrir þér.
5 Sjá, Guð er voldugur, þó fyrirlítur hann engan, voldugur að andans krafti.6 Hann viðheldur ekki lífi hins óguðlega, en veitir hinum voluðu rétt þeirra.7 Hann hefir ekki augun af hinum réttláta, og hjá konungum í hásætinu lætur hann þá sitja að eilífu, til þess að þeir séu hátt upp hafnir.8 Og þótt þeir verði viðjum reyrðir, veiddir í snörur eymdarinnar,9 og hann setur þeim fyrir sjónir gjörðir þeirra og afbrot þeirra að þeir breyttu drambsamlega,10 og hann opnar eyru þeirra fyrir umvönduninni og segir að þeir skuli snúa sér frá ranglæti, -11 ef þeir þá hlýða og þjóna honum, þá eyða þeir dögum sínum í velgengni og árum sínum í unaði.12 En hlýði þeir ekki, þá farast þeir fyrir skotvopnum, gefa upp andann í vanhyggju sinni.13 Því að vonskufullir í hjarta ala þeir með sér reiði, hrópa eigi á hjálp, þegar hann fjötrar þá.14 Önd þeirra deyr í æskublóma og líf þeirra eins og hórsveina.
15 En hann frelsar hinn bágstadda með bágindum hans og opnar eyru þeirra með þrengingunni.16 Einnig þig ginnir hann út úr gini neyðarinnar út á víðlendi, þar sem engin þrengsli eru, og það sem kemur á borð þitt, er fullt af feiti.17 En ef þú vinnur til dóms hins óguðlega, þá munu dómur og réttur hremma þig.18 Lát því eigi reiðina ginna þig til spotts, og lát eigi stærð lausnargjaldsins tæla þig.19 Mun hróp þitt koma þér úr nauðunum eða nokkur áreynsla krafta þinna?20 Þráðu eigi nóttina, þá er þjóðir sópast burt af stöðvum sínum.21 Gæt þín, snú þér eigi að ranglæti, því að það kýst þú heldur en að líða.22 Sjá, Guð er háleitur í framkvæmdum máttar síns, hver er slíkur kennari sem hann?23 Hver hefir fyrirskipað honum veg hans, og hver dirfist að segja: "Þú hefir gjört rangt"?
24 Minnstu þess, að þú vegsamir verk hans, það er mennirnir syngja um lofkvæði.25 Allir menn horfa með fögnuði á það, dauðlegur maðurinn lítur það úr fjarska.26 Já, Guð er mikill og vér þekkjum hann ekki, tala ára hans órannsakanleg.27 Því að hann dregur upp vatnsdropana og lætur ýra úr þoku sinni,28 regnið, sem skýin láta niður streyma, drjúpa yfir marga menn.29 Og hver skilur útbreiðslu skýjanna og dunurnar í tjaldi hans?30 Sjá, hann breiðir ljós sitt út kringum sig og hylur djúp hafsins.31 Því að með því dæmir hann þjóðirnar, með því veitir hann fæðu í ríkum mæli.32 Hendur sínar hylur hann ljósi og býður því út gegn fjandmanni sínum.33 Þruma hans boðar komu hans, hans sem lætur reiði sína geisa gegn ranglætinu.