Christmas Eve
free while helping to build churches and support pastors in Uganda.
Click here to learn more!
Read the Bible
Heilögum Biblíunni
Sakaría 2
1 (2:5) Og ég hóf upp augu mín og sá, hvar maður var. Hann hélt á mæliþræði í hendi sér.2 (2:6) Þá spurði ég: "Hvert ætlar þú?" Hann svaraði mér: "Að mæla Jerúsalem til þess að sjá, hve löng og hve breið hún er."3 (2:7) Þá gekk engillinn, er við mig talaði, allt í einu fram, og annar engill gekk fram á móti honum.4 (2:8) Við hann sagði hann: "Hlaup þú og tala þú svo til þessa unga manns: ,Jerúsalem skal liggja opin og ógirt sökum þess fjölda manna og skepna, sem í henni verða,5 (2:9) og ég sjálfur skal vera eins og eldveggur kringum hana - segir Drottinn - og ég skal sýna mig dýrlegan í henni.'"
6 (2:10) Upp, upp, flýið úr norðurlandinu - segir Drottinn - því að ég hefi tvístrað yður í allar áttir - segir Drottinn.7 (2:11) Upp, forðið yður til Síonar, þér sem búið í Babýlon!8 (2:12) Svo segir Drottinn allsherjar, hinn vegsamlegi, sem hefir sent mig til þjóðanna sem rændu yður: Hver sá er snertir yður, snertir augastein minn.9 (2:13) Því sjá, ég mun veifa hendi minni yfir þeim, og þá skulu þeir verða þrælum sínum að herfangi, og þér skuluð viðurkenna, að Drottinn allsherjar hefir sent mig.
10 (2:14) Fagna þú og gleð þig, dóttirin Síon! Því sjá, ég kem og vil búa mitt í þér - segir Drottinn.11 (2:15) Á þeim degi munu margar þjóðir ganga Drottni á hönd og verða hans lýður og búa mitt á meðal þín, og þú munt viðurkenna, að Drottinn allsherjar hefir sent mig til þín.12 (2:16) Þá mun Drottinn taka Júda til eignar sem arfleifð sína í hinu heilaga landi og enn útvelja Jerúsalem.13 (2:17) Allt hold veri hljótt fyrir Drottni! Því að hann er risinn upp frá sínum heilaga bústað.