Lectionary Calendar
Wednesday, December 25th, 2024
Christmas Day
Attention!
StudyLight.org has pledged to help build churches in Uganda. Help us with that pledge and support pastors in the heart of Africa.
Click here to join the effort!

Read the Bible

Heilögum Biblíunni

Sálmarnir 83

1 Ljóð. Asafs-sálmur. (83:2) Guð, ver eigi hljóður, ver eigi þögull og hald eigi kyrru fyrir, ó Guð!2 (83:3) Því sjá, óvinir þínir gjöra hark, og hatursmenn þínir hefja höfuðið,3 (83:4) þeir bregða á slæg ráð gegn lýð þínum, bera ráð sín saman gegn þeim er þú geymir.4 (83:5) Þeir segja: "Komið, látum oss uppræta þá, svo að þeir séu ekki þjóð framar, og nafns Ísraels verði eigi framar minnst!"5 (83:6) Því að þeir hafa einhuga borið saman ráð sín, gegn þér hafa þeir gjört bandalag:6 (83:7) Edómtjöld og Ísmaelítar, Móab og Hagrítar,7 (83:8) Gebal, Ammon og Amalek, Filistea ásamt Týrusbúum.8 (83:9) Assúr hefir einnig gjört bandalag við þá og ljær armlegg sinn Lots-sonum. [Sela]

9 (83:10) Far með þá eins og Midían, eins og Sísera, eins og Jabín við Kísonlæk,10 (83:11) þeim var útrýmt hjá Endór, urðu að áburði á jörðina.11 (83:12) Gjör þá, göfugmenni þeirra, eins og Óreb og Seeb, og alla höfðingja þeirra eins og Seba og Salmúna,12 (83:13) þá er sögðu: "Vér viljum kasta eign vorri á vengi Guðs."13 (83:14) Guð vor, gjör þá sem rykmökk, sem hálmleggi fyrir vindi.14 (83:15) Eins og eldur, sem brennir skóginn, eins og logi, sem bálast upp um fjöllin,15 (83:16) svo skalt þú elta þá með ofviðri þínu, skelfa þá með fellibyl þínum.16 (83:17) Lát andlit þeirra fyllast sneypu, að þeir megi leita nafns þíns, Drottinn!17 (83:18) Lát þá verða til skammar og skelfast um aldur, lát þá sæta háðung og tortímast,18 (83:19) að þeir megi komast að raun um, að þú einn heitir Drottinn, Hinn hæsti yfir allri jörðunni.

 
adsfree-icon
Ads FreeProfile