Christmas Day
Click here to join the effort!
Read the Bible
Heilögum Biblíunni
Sálmarnir 77
1 Til söngstjórans. Fyrir Jedútún. Asafs-sálmur. (77:2) Ég kalla til Guðs og hrópa, kalla til Guðs, að hann megi heyra til mín.2 (77:3) Þegar ég er í nauðum, leita ég Drottins, rétti út hendur mínar um nætur og þreytist ekki, sál mín er óhuggandi.3 (77:4) Ég minnist Guðs og kveina, ég styn, og andi minn örmagnast. [Sela]4 (77:5) Þú heldur uppi augnalokum mínum, mér er órótt og ég má eigi mæla.5 (77:6) Ég í huga fyrri daga, ár þau sem löngu eru liðin,6 (77:7) ég minnist strengjaleiks míns um nætur, ég hugleiði í hjarta mínu, og andi minn rannsakar.7 (77:8) Mun Drottinn þá útskúfa um eilífð og aldrei framar vera náðugur?8 (77:9) Er miskunn hans lokið um eilífð, fyrirheit hans þrotin um aldir alda?9 (77:10) Hefir Guð gleymt að sýna líkn, byrgt miskunn sína með reiði? [Sela]10 (77:11) Þá sagði ég: "Þetta er kvöl mín, að hægri hönd Hins hæsta hefir brugðist."
11 (77:12) Ég víðfrægi stórvirki Drottins, ég vil minnast furðuverka þinna frá fyrri tíðum,12 (77:13) ég íhuga allar athafnir þínar, athuga stórvirki þín.13 (77:14) Guð, helgur er vegur þinn, hver er svo mikill Guð sem Drottinn?14 (77:15) Þú ert Guð, sá er furðuverk gjörir, þú hefir kunngjört mátt þinn meðal þjóðanna.15 (77:16) Með máttugum armlegg frelsaðir þú lýð þinn, sonu Jakobs og Jósefs. [Sela]16 (77:17) Vötnin sáu þig, ó Guð, vötnin sáu þig og skelfdust, og undirdjúpin skulfu.17 (77:18) Vatnið streymdi úr skýjunum, þrumuraust drundi úr skýþykkninu, og örvar þínar flugu.18 (77:19) Reiðarþrumur þínar kváðu við, leiftur lýstu um jarðríki, jörðin skalf og nötraði.19 (77:20) Leið þín lá gegnum hafið, stígar þínir gegnum mikil vötn, og spor þín urðu eigi rakin.20 (77:21) Þú leiddir lýð þinn eins og hjörð fyrir Móse og Aron.