Christmas Day
Click here to join the effort!
Read the Bible
Heilögum Biblíunni
Sálmarnir 69
1 Til söngstjórans. Liljulag. Davíðssálmur. (69:2) Hjálpa mér, ó Guð, því að vötnin ætla að drekkja mér.2 (69:3) Ég er sokkinn niður í botnlausa leðju og hefi enga fótfestu, ég er kominn ofan í vatnadjúp og bylgjurnar ganga yfir mig.3 (69:4) Ég hefi æpt mig þreyttan, er orðinn brennandi þurr í kverkunum, augu mín eru döpruð orðin af að þreyja eftir Guði mínum.4 (69:5) Fleiri en hárin á höfði mér eru þeir er hata mig að ástæðulausu, fleiri en bein mín þeir sem án saka eru óvinir mínir. Því sem ég hefi eigi rænt, hefi ég samt orðið að skila aftur.5 (69:6) Þú, Guð, þekkir heimsku mína, og sakir mínar dyljast þér eigi.6 (69:7) Lát eigi þá, er vona á þig, verða til skammar mín vegna, ó Drottinn, Drottinn hersveitanna, lát eigi þá er leita þín, verða til svívirðingar mín vegna, þú Guð Ísraels.7 (69:8) Þín vegna ber ég háðung, þín vegna hylur svívirðing auglit mitt.8 (69:9) Ég er ókunnur orðinn bræðrum mínum og óþekktur sonum móður minnar.9 (69:10) Vandlæting vegna húss þíns hefir uppetið mig, og smánanir þeirra er smána þig, hafa lent á mér.10 (69:11) Ég hefi þjáð mig með föstu, en það varð mér til háðungar.11 (69:12) Ég gjörði hærusekk að klæðnaði mínum, og ég varð þeim að orðskvið.12 (69:13) Þeir er sitja í hliðinu, ræða um mig, og þeir er drekka áfengan drykk, syngja um mig.
13 (69:14) En ég bið til þín, Drottinn, á stund náðar þinnar. Svara mér, Guð, í trúfesti hjálpræðis þíns sakir mikillar miskunnar þinnar.14 (69:15) Drag mig upp úr leðjunni, svo að ég sökkvi eigi, lát mig björgun hljóta frá hatursmönnum mínum og úr hafdjúpinu.15 (69:16) Lát eigi vatnsbylgjurnar ganga yfir mig, né djúpið svelgja mig, og lát eigi brunninn lykja aftur op sitt yfir mér.16 (69:17) Bænheyr mig, Drottinn, sakir gæsku náðar þinnar, snú þér að mér eftir mikilleik miskunnar þinnar.17 (69:18) Hyl eigi auglit þitt fyrir þjóni þínum, því að ég er í nauðum staddur, flýt þér að bænheyra mig.18 (69:19) Nálgast sál mína, leys hana, frelsa mig sakir óvina minna.19 (69:20) Þú þekkir háðung mína og skömm og svívirðing, allir fjendur mínir standa þér fyrir sjónum.20 (69:21) Háðungin kremur hjarta mitt, svo að ég örvænti. Ég vonaði, að einhver mundi sýna meðaumkun, en þar var enginn, og að einhverjir mundu hugga, en fann engan.21 (69:22) Þeir fengu mér malurt til matar, og við þorstanum gáfu þeir mér vínsýru að drekka.
22 (69:23) Svo verði þá borðið fyrir framan þá að snöru, og að gildru fyrir þá sem ugglausir eru.23 (69:24) Myrkvist augu þeirra, svo að þeir sjái eigi, og lát lendar þeirra ávallt riða.24 (69:25) Hell þú reiði þinni yfir þá og lát þína brennandi gremi ná þeim.25 (69:26) Búðir þeirra verði eyddar og enginn búi í tjöldum þeirra,26 (69:27) því að þann sem þú hefir lostið, ofsækja þeir og auka þjáningar þeirra er þú hefir gegnumstungið.27 (69:28) Bæt sök við sök þeirra og lát þá eigi ganga inn í réttlæti þitt.28 (69:29) Verði þeir afmáðir úr bók lifenda og eigi skráðir með réttlátum.29 (69:30) En ég er volaður og þjáður, hjálp þín, ó Guð, mun bjarga mér.
30 (69:31) Ég vil lofa nafn Guðs í ljóði og mikla það í lofsöng.31 (69:32) Það mun Drottni líka betur en uxar, ungneyti með hornum og klaufum.32 (69:33) Hinir auðmjúku sjá það og gleðjast, þér sem leitið Guðs - hjörtu yðar lifni við.33 (69:34) Því að Drottinn hlustar á hina fátæku og fyrirlítur eigi bandingja sína.34 (69:35) Hann skulu lofa himinn og jörð, höfin og allt sem í þeim hrærist.35 (69:36) Því að Guð veitir Síon hjálp og reisir við borgirnar í Júda, og menn skulu búa þar og fá landið til eignar.36 (69:37) Niðjar þjóna hans munu erfa það, og þeir er elska nafn hans, byggja þar.