Christmas Day
Click here to join the effort!
Read the Bible
Heilögum Biblíunni
Sálmarnir 24
1 Davíðssálmur. Drottni heyrir jörðin og allt sem á henni er, heimurinn og þeir sem í honum búa.2 Því að hann hefir grundvallað hana á hafinu og fest hana á vötnunum.
3 - Hver fær að stíga upp á fjall Drottins, hver fær að dveljast á hans helga stað?4 - Sá er hefir óflekkaðar hendur og hreint hjarta, eigi sækist eftir hégóma og eigi vinnur rangan eið.5 Hann mun blessun hljóta frá Drottni og réttlætingu frá Guði hjálpræðis síns.6 - Þessi er sú kynslóð er leitar Drottins, stundar eftir augliti þínu, þú Jakobs Guð. [Sela]
7 - Þér hlið, lyftið höfðum yðar, hefjið yður, þér öldnu dyr, að konungur dýrðarinnar megi inn ganga.8 - Hver er þessi konungur dýrðarinnar? - Það er Drottinn, hin volduga hetja, Drottinn, bardagahetjan.9 - Þér hlið, lyftið höfðum yðar, hefjið yður, þér öldnu dyr, að konungur dýrðarinnar megi inn ganga.10 - Hver er þessi konungur dýrðarinnar? - Drottinn hersveitanna, hann er konungur dýrðarinnar. [Sela]