Lectionary Calendar
Sunday, February 23rd, 2025
the Seventh Sunday after Epiphany
There are 56 days til Easter!
Attention!
Tired of seeing ads while studying? Now you can enjoy an "Ads Free" version of the site for as little as 10¢ a day and support a great cause!
Click here to learn more!

Read the Bible

Heilögum Biblíunni

Sálmarnir 149

1 Halelúja. Syngið Drottni nýjan söng, lofsöngur hans hljómi í söfnuði trúaðra.2 Ísrael gleðjist yfir skapara sínum, synir Síonar fagni yfir konungi sínum.3 Þeir skulu lofa nafn hans með gleðidansi, leika fyrir honum á bumbur og gígjur.4 Því að Drottinn hefir þóknun á lýð sínum, hann skrýðir hrjáða með sigri.5 Hinir trúuðu skulu gleðjast með sæmd, syngja fagnandi í hvílum sínum

6 með lofgjörð Guðs á tungu og tvíeggjað sverð í höndum7 til þess að framkvæma hefnd á þjóðunum, hirtingu á lýðunum,8 til þess að binda konunga þeirra með fjötrum, þjóðhöfðingja þeirra með járnhlekkjum,9 til þess að fullnægja á þeim skráðum dómi. Það er til vegsemdar öllum dýrkendum hans. Halelúja.

 
adsfree-icon
Ads FreeProfile