Lectionary Calendar
Thursday, April 24th, 2025
Thursday in Easter Week
Thursday in Easter Week
advertisement
advertisement
advertisement
Attention!
Take your personal ministry to the Next Level by helping StudyLight build churches and supporting pastors in Uganda.
Click here to join the effort!
Click here to join the effort!
Read the Bible
Heilögum Biblíunni
Sálmarnir 137
1 Við Babýlons fljót, þar sátum vér og grétum, er vér minntumst Síonar.2 Á pílviðina þar hengdum vér upp gígjur vorar.3 Því að herleiðendur vorir heimtuðu söngljóð af oss og kúgarar vorir kæti: "Syngið oss Síonarkvæði!"4 Hvernig ættum vér að syngja Drottins ljóð í öðru landi?5 Ef ég gleymi þér, Jerúsalem, þá visni mín hægri hönd.6 Tunga mín loði mér við góm, ef ég man eigi til þín, ef Jerúsalem er eigi allra besta yndið mitt.
7 Mun þú Edóms niðjum, Drottinn, óheilladag Jerúsalem, þegar þeir æptu: "Rífið, rífið allt niður til grunna!"8 Babýlonsdóttir, þú sem tortímir! Heill þeim, er geldur þér fyrir það sem þú hefir gjört oss!9 Heill þeim er þrífur ungbörn þín og slær þeim niður við stein.