Christmas Day
Click here to join the effort!
Read the Bible
Heilögum Biblíunni
Sálmarnir 12
1 Til söngstjórans. Á áttstrengjað hljóðfæri. Davíðssálmur. (12:2) Hjálpa þú, Drottinn, því að hinir trúuðu eru á brottu, hinir dygglyndu horfnir frá mönnunum.2 (12:3) Lygi tala þeir hver við annan, með mjúkfláum vörum og tvískiptu hjarta tala þeir.3 (12:4) Ó að Drottinn vildi eyða öllum mjúkfláum vörum, öllum tungum er tala drambsamleg orð,4 (12:5) þeim er segja: "Með tungunni munum vér sigra, varir vorar hjálpa oss, hver er drottnari yfir oss?"5 (12:6) "Sakir kúgunar hinna hrjáðu, sakir andvarpa hinna fátæku vil ég nú rísa upp," segir Drottinn. "Ég vil veita hjálp þeim, er þrá hana."6 (12:7) Orð Drottins eru hrein orð, skírt silfur, sjöhreinsað gull.7 (12:8) Þú, Drottinn, munt vernda oss, varðveita oss fyrir þessari kynslóð um aldur.8 (12:9) Hinir guðlausu vaða alls staðar uppi, og hrakmenni komast til vegs meðal mannanna.