the Week of Proper 28 / Ordinary 33
free while helping to build churches and support pastors in Uganda.
Click here to learn more!
Read the Bible
Heilögum Biblíunni
Sálmarnir 105
1 Þakkið Drottni, ákallið nafn hans, gjörið máttarverk hans kunn meðal þjóðanna!2 Syngið fyrir honum, leikið fyrir honum, talið um öll hans dásemdarverk.3 Hrósið yður af hans helga nafni, hjarta þeirra er leita Drottins gleðjist.4 Leitið Drottins og máttar hans, stundið sífellt eftir augliti hans.5 Minnist dásemdarverka hans, þeirra er hann gjörði, tákna hans og refsidóma munns hans,6 þér niðjar Abrahams, þjónar hans, þér synir Jakobs, hans útvöldu.7 Hann er Drottinn, vor Guð, um víða veröld ganga dómar hans.
8 Hann minnist að eilífu sáttmála síns, orðs þess, er hann hefir gefið þúsundum kynslóða,9 sáttmálans, er hann gjörði við Abraham, og eiðs síns við Ísak,10 þess er hann setti sem lög fyrir Jakob, eilífan sáttmála fyrir Ísrael,11 þá er hann mælti: Þér mun ég gefa Kanaanland sem erfðahlut yðar.12 Þegar þeir voru fámennur hópur, örfáir og bjuggu þar útlendingar,13 þá fóru þeir frá einni þjóð til annarrar og frá einu konungsríki til annars lýðs.14 Hann leið engum að kúga þá og hegndi konungum þeirra vegna.15 "Snertið eigi við mínum smurðu og gjörið eigi spámönnum mínum mein."16 Þá er hann kallaði hallæri yfir landið, braut í sundur hverja stoð brauðsins,17 þá sendi hann mann á undan þeim, Jósef var seldur sem þræll.18 Þeir þjáðu fætur hans með fjötrum, hann var lagður í járn,19 allt þar til er orð hans rættust, og orð Drottins létu hann standast raunina.20 Konungur sendi boð og lét hann lausan, drottnari þjóðanna leysti fjötra hans.21 Hann gjörði hann að herra yfir húsi sínu og að drottnara yfir öllum eigum sínum,22 að hann gæti fjötrað höfðingja eftir vild og kennt öldungum hans speki.23 Síðan kom Ísrael til Egyptalands, Jakob var gestur í landi Kams.24 Og Guð gjörði lýð sinn mjög mannmargan og lét þá verða fleiri en fjendur þeirra.
25 Hann sneri hjörtum Egypta til haturs við lýð sinn, til lævísi við þjóna sína.26 Hann sendi Móse, þjón sinn, og Aron, er hann hafði útvalið,27 hann gjörði tákn sín á þeim og undur í landi Kams.28 Hann sendi sorta og myrkvaði landið, en þeir gáfu orðum hans engan gaum,29 hann breytti vötnum þeirra í blóð og lét fiska þeirra deyja,30 land þeirra varð kvikt af froskum, alla leið inn í svefnherbergi konungs,31 hann bauð, þá komu flugur, mývargur um öll héruð þeirra,32 hann gaf þeim hagl fyrir regn, bálandi eld í land þeirra,33 hann laust vínvið þeirra og fíkjutré og braut sundur trén í héruðum þeirra,34 hann bauð, þá kom jarðvargur og óteljandi engisprettur,35 sem átu upp allar jurtir í landi þeirra og átu upp ávöxtinn af jörð þeirra,36 hann laust alla frumburði í landi þeirra, frumgróða alls styrkleiks þeirra.37 Síðan leiddi hann þá út með silfri og gulli, enginn hrasaði af kynkvíslum hans.38 Egyptaland gladdist yfir burtför þeirra, því að ótti við þá var fallinn yfir þá.39 Hann breiddi út ský sem hlíf og eld til þess að lýsa um nætur.40 Þeir báðu, þá lét hann lynghæns koma og mettaði þá með himnabrauði.41 Hann opnaði klett, svo að vatn vall upp, rann sem fljót um eyðimörkina.42 Hann minntist síns heilaga heits við Abraham þjón sinn43 og leiddi lýð sinn út með gleði, sína útvöldu með fögnuði.44 Og hann gaf þeim lönd þjóðanna, það sem þjóðirnar höfðu aflað með striti, fengu þeir til eignar,45 til þess að þeir skyldu halda lög hans og varðveita lögmál hans. Halelúja.