Christmas Day
Click here to join the effort!
Read the Bible
Heilögum Biblíunni
Fjórða Mósebók 34
1 Drottinn talaði við Móse og sagði:2 "Bjóð þú Ísraelsmönnum og seg við þá: Þegar þér komið inn í Kanaanland, þá skal það vera landið, sem þér hljótið til eignar, Kanaanland til ystu ummerkja.3 Suðurhliðin skal vera: frá Síneyðimörk meðfram Edóm. Og austurendi suðurtakmarkanna skal vera suðurendi Dauðahafs.4 Þaðan skulu takmörkin liggja í boga fyrir sunnan Sporðdrekaskarð og ná yfir til Sín og endir þeirra vera fyrir sunnan Kades Barnea. Skulu þau liggja til Hasar Addar og ná yfir til Asmón.5 Frá Asmón skulu takmörkin liggja í boga til Egyptalandsár og alla leið til sjávar.6 Að vesturtakmörkum skuluð þér hafa hafið mikla; þetta skulu vera vesturtakmörkin.7 Norðurtakmörkin skulu vera þessi: Frá hafinu mikla skuluð þér taka stefnu á Hórfjall.8 Frá Hórfjalli skuluð þér taka stefnu þangað sem leið liggur til Hamat, og þaðan alla leið til Sedad.9 Skulu takmörkin ná til Sífrón og enda í Hasar Enan. Þetta skulu vera landamerki yðar að norðanverðu.10 Að austanverðu skuluð þér setja merkjalínuna frá Hasar Enan til Sefam.11 En frá Sefam skulu landamerkin liggja suður til Ribla, fyrir austan Aín. Þaðan skulu landamerkin liggja niður eftir og nema við fjallhrygginn fyrir austan Genesaretvatn.12 Og landamerkin skulu liggja niður með Jórdan og enda við Dauðahafið. Þessi skulu merki vera lands yðar hringinn í kring."13 Og Móse bauð Ísraelsmönnum og sagði: "Þetta er landið, sem þér skuluð fá til eignar með hlutkesti og Drottinn bauð að gefa níu ættkvíslunum og hálfri.14 Því að ættkvísl Rúbens sona, hver ætt fyrir sig, og ættkvísl Gaðs sona, hver ætt fyrir sig, og hálf ættkvísl Manasse hafa fengið sinn eignarhluta.15 Tvær ættkvíslirnar og hálf hafa fengið sinn eignarhluta hinumegin Jórdanar, gegnt Jeríkó, austanmegin."
16 Drottinn talaði við Móse og sagði:17 "Þessi eru nöfn þeirra manna, er skipta skulu landinu milli yðar: Eleasar prestur og Jósúa Núnsson18 og einn höfðingi af ættkvísl hverri til að skipta landinu,19 og þessi eru nöfn þeirra: af ættkvísl Júda: Kaleb Jefúnneson,20 af ættkvísl Símeons sona: Samúel Ammíhúdsson,21 af ættkvísl Benjamíns: Elídad Kislónsson,22 af ættkvísl Dans sona: Búkí Joglíson höfðingi,23 af sonum Jósefs: af ættkvísl Manasse sona: Hanníel Efóðsson höfðingi,24 af ættkvísl Efraíms sona: Kemúel Siftansson höfðingi;25 af ættkvísl Sebúlons sona: Elísafan Parnaksson höfðingi,26 af ættkvísl Íssakars sona: Paltíel Asansson höfðingi,27 af ættkvísl Assers sona: Akíhúð Selómíson höfðingi,28 af ættkvísl Naftalí sona: Pedahel Ammíhúdsson höfðingi."29 Þessir voru þeir, er Drottinn bauð að skipta skyldu landeignum milli Ísraelsmanna í Kanaanlandi.