Christmas Day
Click here to join the effort!
Read the Bible
Heilögum Biblíunni
Jósúabók 15
1 Hlutur sá, er kynkvísl Júda sona fékk eftir ættum þeirra, lá að landamærum Edóms, suður undir Síneyðimörk, syðst í landinu.2 Suðurtakmörkin að landi þeirra voru frá enda Saltasjós, frá víkinni, er snýr til suðurs,3 og lágu fyrir sunnan Sporðdrekaskarð og yfir til Sín og upp eftir fyrir sunnan Kades Barnea og yfir til Hesron, þaðan upp til Adar og því næst í boga til Karka.4 Þaðan lágu þau yfir til Asmón og alla leið til Egyptalandsár, og síðast lágu takmörkin til sjávar. Þetta skulu vera landamerki þeirra að sunnanverðu.5 Austurtakmörkin voru Saltisjór, allt til þess er Jórdan fellur í hann. Norðurmörkin lágu frá nyrstu vík vatnsins, þar sem Jórdan fellur í það.6 Þaðan lágu takmörkin upp til Bet Hogla og fram hjá Bet Araba að norðanverðu og þaðan upp til steins Bóhans, Rúbenssonar.7 Þá lágu takmörkin upp til Debír úr Akordal, þaðan í norður til Gilgal, sem liggur þar gegnt sem upp er gengið til Adúmmím, sem er sunnanvert við lækinn. Þaðan lágu takmörkin yfir til En-Semesvatns og þaðan alla leið að Rógel-lind.8 Þaðan lágu landamerkin upp til Hinnomssonardals, að Jebúsítaöxl sunnanverðri; þar heitir nú Jerúsalem. Þaðan lágu landamerkin upp á fjallstindinn, sem er beint í vestur frá Hinnomsdal og við norðurendann á Refaímdal.9 Frá fjallstindinum beygðust landamerkin til Neftóavatnslindar og lágu þaðan til borganna á Efronfjalli. Þaðan beygðust landamerkin til Baala; þar heitir nú Kirjat Jearím.10 Frá Baala lágu landamerkin í boga vestur til Seírfjalls og þaðan yfir að öxl Jearímfjalls norðanverðri, það er Kesalon; og þaðan ofan til Bet Semes og yfir til Timna.11 Þá lágu landamerkin norður til Ekron-axlar, þaðan beygðust þau til Síkrón og yfir til Baala-fjalls og alla leið til Jabneel, og síðast lágu takmörkin til sjávar.12 Vesturtakmörkunum réð hafið mikla alla leið. Þetta voru landamerki Júda sona hringinn í kring, eftir ættum þeirra.
13 Kaleb Jefúnnesyni gaf hann hlut meðal Júda sona, eins og Drottinn hafði boðið Jósúa, sem sé borg Arba, föður Anaks; það er Hebron.14 Og Kaleb rak þaðan þrjá sonu Anaks: Sesaí, Ahíman og Talmaí, afkomendur Anaks.15 Þaðan fór hann móti Debír-búum, en Debír hét áður Kirjat Sefer.16 Kaleb sagði: "Hver sem leggur Kirjat Sefer undir sig og vinnur hana, honum skal ég gefa Aksa dóttur mína að konu."17 Þá vann Otníel Kenasson, bróðir Kalebs, borgina, og hann gaf honum Aksa dóttur sína að konu.18 Þegar hún skyldi heim fara með bónda sínum, eggjaði hún hann þess, að hann skyldi beiðast lands nokkurs af föður hennar. Steig hún þá niður af asnanum. Kaleb spurði hana þá: "Hvað viltu?"19 Hún svaraði: "Gef mér gjöf nokkra, af því að þú hefir gefið mig til Suðurlandsins. Gef mér því vatnsbrunna." Gaf hann henni þá brunna hið efra og brunna hið neðra.
20 Þetta er óðal kynkvíslar Júda sona, eftir ættum þeirra.
21 Syðstu borgirnar í kynkvísl Júda sona, við landamæri Edóms, í Suðurlandinu voru: Kabseel, Eder, Jagúr,
22 Kína, Dímóna, Adada,23 Kedes, Hasór og Jítnan,24 Síf, Telem, Bealót,25 Hasór Hadatta og Keríjót Hesron, það er Hasór;26 Amam, Sema, Mólada,27 Hasar Gadda, Hesmon, Bet Pelet,28 Hasar Súal, Beerseba og Bisjótja,29 Baala, Ijím, Esem,30 Eltólað, Kesíl, Horma,31 Siklag, Madmanna, Sansanna,32 Lebaót, Silhím, Aín og Rimmon, - alls tuttugu og níu borgir og þorpin, er að liggja.33 Á láglendinu: Estaól, Sórea, Asna,34 Sanóa og En Ganním, Tappúa og Enam,35 Jarmút og Adúllam, Sókó, Aseka,36 Saaraím, Adítaím, Gedera og Gederótaím, - fjórtán borgir og þorpin, er að liggja.
37 Senan, Hadasa, Migdal Gað,38 Dílean, Mispe og Jokteel,39 Lakís, Boskat, Eglon,40 Kabbón, Lahmas, Kitlís41 og Gederót, Bet Dagón, Naama og Makeda, - sextán borgir og þorpin, er að liggja.
42 Líbna, Eter, Asan,43 Jifta, Asna, Nesíb,44 Kegíla, Aksíb og Maresa, - níu borgir og þorpin, er að liggja.
45 Ekron með smáborgum hennar og þorpum.46 Frá Ekron og vestur að hafi allt það, sem er á hlið við Asdód, og þorpin, er að liggja.
47 Asdód með smáborgum hennar og þorpum, Gasa með smáborgum hennar og þorpum, allt til Egyptalandsár, en vesturtakmörkum réð hafið mikla.
48 Í fjalllendinu: Samír, Jattír, Sókó,49 Danna, Kirjat Sanna, það er Debír;50 Anab, Estemó, Aním,51 Gósen, Hólon og Gíló, - ellefu borgir og þorpin, er að liggja.
52 Arab, Dúma, Esean,53 Janúm, Bet Tappúa, Afeka,54 Húmta, Kirjat Arba, það er Hebron; og Síór, - níu borgir og þorpin, er að liggja.
55 Maon, Karmel, Síf, Júta,56 Jesreel, Jokdeam, Sanóa,57 Kaín, Gíbea og Timna, - tíu borgir og þorpin, er að liggja.
58 Halhúl, Bet Súr, Gedór,59 Maarat, Bet Anót og Eltekón, - sex borgir og þorpin er að liggja.
60 Kirjat Baal, það er Kirjat Jearím; og Rabba, - tvær borgir og þorpin, er að liggja.
61 Í eyðimörkinni: Bet Araba, Middín, Sekaka,62 Nibsan, Saltborgin og Engedí, - sex borgir og þorpin er að liggja.
63 En Jebúsítana, sem bjuggu í Jerúsalem, gátu Júda synir ekki rekið burt. Fyrir því hafa Jebúsítar búið í Jerúsalem ásamt Júda sonum fram á þennan dag.