Christmas Day
free while helping to build churches and support pastors in Uganda.
Click here to learn more!
Read the Bible
Heilögum Biblíunni
Jobsbók 28
1 Að sönnu á silfrið upptökustað og gullið, sem menn hreinsa, fundarstað.2 Járn er tekið úr jörðu, og steinn er bræddur að eiri.3 Maðurinn hefir gjört enda á myrkrinu, og til ystu takmarka rannsakar hann steinana, sem faldir eru í kolniðamyrkri.4 Hann brýtur námugöng fjarri þeim, sem í dagsbirtunni búa, gleymdur mannafótum, fjarlægur mönnum hangir hann, svífur hann.5 Upp úr jörðinni sprettur brauð, en niðri í henni er öllu umturnað eins og af eldi.6 Safírinn finnst í grjóti jarðarinnar, og gullkorn fær sá er grefur.7 Örninn þekkir eigi veginn þangað, og valsaugað sér hann ekki,8 hin drembnu rándýr ganga hann eigi, ekkert ljón fer hann.9 Á tinnusteinana leggur maðurinn hönd sína, umturnar fjöllunum frá rótum.10 Hann heggur göng í björgin, og auga hans sér alls konar dýrindi.11 Hann bindur fyrir vatnsæðarnar, til þess að þær tárist ekki, og leiðir leynda hluti fram í dagsbirtuna.12 En spekin, hvar er hana að finna, og hvar á viskan heima?13 Enginn maður þekkir veginn til hennar, og hana er ekki að finna á landi lifenda.
14 Undirdjúpið segir: "Í mér er hún ekki!" og hafið segir: "Ekki er hún hjá mér!"15 Hún fæst ekki fyrir skíragull, og ekki verður silfur reitt sem andvirði hennar.16 Eigi verður hún Ófírgulli goldin né dýrum sjóam- og safírsteinum.17 Gull og gler kemst ekki til jafns við hana, og hún fæst ekki í skiptum fyrir ker af skíragulli.18 Kóralla og krystalla er ekki að nefna, og að eiga spekina er meira um vert en perlur.19 Tópasar Blálands komast ekki til jafns við hana, hún verður ekki goldin með hreinasta gulli.
20 Já spekin, hvaðan kemur hún, og hvar á viskan heima?21 Hún er falin augum allra þeirra er lifa, og fuglum loftsins er hún hulin.22 Undirdjúpin og dauðinn segja: "Með eyrum vorum höfum vér heyrt hennar getið."23 Guð veit veginn til hennar, og hann þekkir heimkynni hennar.24 Því að hann sér til endimarka jarðar, lítur allt, sem undir himninum er.25 Þá er hann ákvað þunga vindarins og ákvarðaði takmörk vatnsins,26 þá er hann setti regninu lög og veg eldingunum,27 þá sá hann hana og kunngjörði hana, fékk henni stað og rannsakaði hana einnig.28 Og við manninn sagði hann: "Sjá, að óttast Drottin - það er speki, og að forðast illt - það er viska."