Lectionary Calendar
Wednesday, December 25th, 2024
Christmas Day
Attention!
Take your personal ministry to the Next Level by helping StudyLight build churches and supporting pastors in Uganda.
Click here to join the effort!

Read the Bible

Heilögum Biblíunni

Esekíel 21

1 Þá kom orð Drottins til mín, svohljóðandi:2 "Mannsson, snú þér í móti Jerúsalem og lát orð þín streyma mót helgidóminum og spá gegn Ísraelslandi3 og seg við Ísraelsland: Svo segir Drottinn: Sjá, ég skal finna þig og mun draga sverð mitt úr slíðrum og afmá hjá þér ráðvanda og óguðlega.4 Af því að ég ætla að afmá hjá þér ráðvanda og óguðlega, fyrir því mun sverð mitt hlaupa úr slíðrum á alla menn frá suðri til norðurs.5 Og allir menn skulu viðurkenna, að ég, Drottinn, hefi dregið sverð mitt úr slíðrum, það skal ekki framar þangað aftur hverfa.6 En þú, mannsson, styn þungan. Mjaðmir þínar engist saman, og styn af sárri kvöl í augsýn þeirra.7 Og er þeir þá segja við þig: ,Af hverju stynur þú?' þá seg: ,Yfir fregn nokkurri, sem svo er, að þegar hún kemur mun hvert hjarta bráðna, allar hendur verða lémagna, allur dugur dofna og öll kné leysast sundur og verða að vatni. Sjá, hún kemur og hún reynist sönn, - segir Drottinn Guð.'"

8 Og orð Drottins kom til mín, svohljóðandi:9 "Mannsson, spá þú og seg: Svo segir Drottinn: Seg þú: Sverð, sverð er hvesst og fægt.10 Það er hvesst til þess að drepa menn unnvörpum, það er fægt, til þess að það bliki sem elding . . .11 Og það var látið burt til fægingar, til þess að það yrði hnefað. Það var hvesst, sverðið, og það var fægt, til þess að það yrði selt vegandanum í hendur.12 Hljóða þú og æp, mannsson, því að það er ætlað til höfuðs þjóð minni, til höfuðs öllum höfðingjum Ísraels. Undir sverðið eru þeir seldir, ásamt þjóð minni, fyrir því skalt þú slá þér á brjóst.13 Því það er prófraun. Og hvað, ef jafnvel sprotinn, sem virðir vettugi, verður eigi framar til? - segir Drottinn Guð.14 En þú, mannsson, spá og klappa lófum saman, tvisvar, já þrisvar skal sverðið sveiflast. Það er sverð hinna vegnu, sverð hins mikla manndráps, er svífur í kringum þá.15 Til þess að hjörtu skjálfi og hinir föllnu verði margir, hefi ég sett sverð manndrápsins við öll hlið þeirra. Sverðið er gjört til þess að leiftra, hvesst til þess að brytja.16 Sníð þú til hægri, bein þér til vinstri, hvert sem egg þinni er snúið.17 Þá skal ég og klappa lófum saman og svala heift minni. Ég, Drottinn, hefi talað."

18 Þá kom orð Drottins til mín, svohljóðandi:19 "En þú, mannsson, tak til tvo vegu, er sverð Babelkonungs skal fara. Þeir skulu báðir liggja frá sama landi. Og set leiðarvísi þar sem vegurinn hefst heim að hvorri borg,20 til þess að sverðið komi yfir Rabba, höfuðborg Ammóníta, og yfir Júdaland og Jerúsalem í því miðju.21 Því að Babelkonungur stendur á vegamótum, þar sem báðir vegirnir hefjast, til þess að leita véfréttar. Hann hristir örvarnar, spyr húsgoðin, skoðar lifrina.22 Í hægri hendi hans er hlutur Jerúsalem: ,Hann skal reisa víghrúta, opna munninn með ópum, láta heróp gjalla, reisa víghrúta gegn hliðunum, hleypa upp jarðhrygg, hlaða víggarða.'23 Og þeim virðist það lygavéfrétt; þeir hafa unnið hina helgustu eiða, - en hann minnir á misgjörð þeirra, til þess að þeir verði teknir höndum.24 Fyrir því segir Drottinn Guð svo: Með því að hann minnti á misgjörð yðar, er trúrof yðar varð opinbert, svo að syndir yðar urðu berar í öllu athæfi yðar, - með því að hann minnti á yður, skuluð þér verða teknir höndum þeirra vegna.25 En þú, dauðadæmdi guðleysingi, höfðingi Ísraels, hvers dagur er kominn, þá er tími endasektarinnar rennur upp,26 svo segir Drottinn Guð: Burt með höfuðdjásnið, niður með kórónuna! Þetta skal ekki lengur vera svo. Upp með hið lága, niður með hið háa!27 Að rústum, rústum, rústum vil ég gjöra allt. Þetta ríki skal ekki heldur vera til, uns sá kemur, sem hefir réttinn, er ég hefi gefið honum.

28 En þú, mannsson, spá þú og seg: Svo segir Drottinn Guð um Ammóníta og smánan þeirra: Sverð, sverð er dregið úr slíðrum, fægt til að brytja niður, til þess að láta eldingar leiftra,29 en þér boðuðu menn hégómasýnir og fluttu þér lygispádóma, til þess að setja það á háls hinna dauðadæmdu guðleysingja, hverra dagur er kominn, þá er tími endasektarinnar rennur upp.30 Slíðra það aftur. Ég skal dæma þig á þeim stað, þar sem þú varst skapaður, í því landi, þar sem þú ert upp runninn,31 og ég skal úthella yfir þig reiði minni og blása á þig mínum heiftarloga og selja þig í hendur dýrslegra manna, glötunarsmiða.32 Eldsmatur skalt þú verða, blóði þínu skal úthellt inni í landinu. Þín skal eigi framar minnst verða. Ég, Drottinn, hefi talað þetta."

 
adsfree-icon
Ads FreeProfile