the Week of Proper 28 / Ordinary 33
Click here to join the effort!
Read the Bible
Heilögum Biblíunni
Síðari kroníkubók 10
1 Rehabeam fór til Síkem, því að allur Ísrael var kominn þangað til þess að taka hann til konungs.2 En er Jeróbóam Nebatsson frétti (hann var í Egyptalandi, þangað sem hann hafði flúið undan Salómon konungi) að Salómon væri dáinn, sneri Jeróbóam heim frá Egyptalandi.3 Og þeir sendu boð og létu kalla hann. Þá kom Jeróbóam og allur Ísrael og mæltu til Rehabeams á þessa leið:4 "Faðir þinn lagði á oss hart ok, en gjör nú léttari hina hörðu ánauð föður þíns og hið þunga ok, er hann á oss lagði, og munum vér þjóna þér."5 Hann svaraði þeim: "Farið nú burt og komið aftur til mín að þrem dögum liðnum." Og lýðurinn fór burt.6 Þá ráðgaðist Rehabeam konungur við öldungana, sem þjónað höfðu Salómon föður hans meðan hann lifði, og mælti: "Hver andsvör ráðið þér mér að gefa þessum mönnum?"7 Þeir svöruðu honum og mæltu: "Ef þú í dag verður lýð þessum eftirlátur, verður þeim náðugur og tekur vel máli þeirra, munu þeir verða þér eftirlátir alla daga."8 En hann hafnaði ráði því, er öldungarnir réðu honum, en ráðgaðist við unga menn, er vaxið höfðu upp með honum og nú þjónuðu honum,9 og hann sagði við þá: "Hver ráð gefið þér til, hversu vér skulum svara lýð þessum, er talað hefir til mín á þessa leið: ,Gjör léttara ok það, er faðir þinn á oss lagði'?"10 Þá svöruðu honum hinir ungu menn, er vaxið höfðu upp með honum: "Svo skalt þú svara lýðnum, er sagði við þig: ,Faðir þinn gjörði ok vort þungt, en gjör þú oss það léttara' - svo skalt þú tala til þeirra: ,Litlifingur minn er digrari en lendar föður míns.11 Hafi faðir minn lagt á yður þungt ok, mun ég gjöra ok yðar enn þyngra. Faðir minn refsaði yður með keyrum, en ég mun refsa yður með gaddasvipum.'"
12 Og Jeróbóam og allur lýðurinn kom til Rehabeams á þriðja degi, eins og konungur hafði sagt, þá er hann mælti: "Komið til mín aftur á þriðja degi."13 Þá veitti konungur þeim hörð andsvör, og Rehabeam konungur fór eigi að ráðum öldunganna,14 en talaði til þeirra á þessa leið að ráði hinna ungu manna: "Faðir minn gjörði ok yðar þungt, en ég mun gjöra það enn þyngra. Faðir minn refsaði yður með keyrum, en ég mun refsa yður með gaddasvipum."15 Þannig veitti konungur lýðnum enga áheyrn, því að svo var til stillt af Guði, til þess að Drottinn gæti látið rætast orð sín, þau er hann hafði talað til Jeróbóams Nebatssonar, fyrir munn Ahía frá Síló.16 Þá er allur Ísrael sá, að konungur veitti þeim enga áheyrn, þá veitti lýðurinn konungi þessi andsvör: Hverja hlutdeild eigum vér í Davíð? Engan erfðahlut eigum vér í Ísaísyni. Far heim til þín, hver Ísraelsmaður! Gæt þú þíns eigin húss, Davíð! Síðan fór allur Ísrael, hver heim til sín.17 En yfir þeim Ísraelsmönnum, er bjuggu í Júdaborgum, var Rehabeam konungur.18 Rehabeam konungur sendi Hadóram, sem var yfir kvaðarmönnum, en Ísraelsmenn lömdu hann grjóti til bana, en Rehabeam konungur hljóp í skyndi á vagn sinn og flýði til Jerúsalem.19 Þannig gekk Ísrael undan ætt Davíðs, og stendur svo enn í dag.