the Week of Proper 28 / Ordinary 33
Click here to join the effort!
Read the Bible
Heilögum Biblíunni
Fyrri kroníkubók 6
1 Synir Leví: Gersom, Kahat og Merarí.2 Og synir Kahats: Amram, Jísehar, Hebron og Ússíel.3 Og synir Amrams: Aron, Móse og Mirjam. Og synir Arons: Nadab, Abíhú, Eleasar og Ítamar.4 Eleasar gat Pínehas, Pínehas gat Abísúa,5 Abísúa gat Búkkí, Búkkí gat Ússí,6 Ússí gat Serahja, Serahja gat Merajót,7 Merajót gat Amarja, Amarja gat Ahítúb,8 Ahítúb gat Sadók, Sadók gat Akímaas,9 Akímaas gat Asarja, Asarja gat Jóhanan,10 Jóhanan gat Asarja, hann sem var prestur í musterinu, er Salómon byggði í Jerúsalem.11 En Asarja gat Amarja, Amarja gat Ahítúb,12 Ahítúb gat Sadók, Sadók gat Sallúm,13 Sallúm gat Hilkía, Hilkía gat Asarja,14 Asarja gat Seraja, Seraja gat Jósadak.15 En Jósadak fór burt, þegar Drottinn lét Nebúkadnesar herleiða Júdamenn og Jerúsalembúa.16 Synir Leví: Gersom, Kahat og Merarí.17 Og þessi eru nöfn á sonum Gersoms: Libní og Símeí.18 Og synir Kahats voru: Amram, Jísehar, Hebron og Ússíel.19 Synir Merarí: Mahelí og Músí. Og þessar eru ættir Levíta eftir ættfeðrum þeirra.20 Frá Gersom eru komnir: Libní, sonur hans, hans son Jahat, hans son Simma,21 hans son Jóa, hans son Íddó, hans son Sera, hans son Jeatraí.22 Synir Kahats: Ammínadab, sonur hans, hans son Kóra, hans son Assír,23 hans son Elkana, hans son Ebjasaf, hans son Assír,24 hans son Tahat, hans son Úríel, hans son Ússía, hans son Sál.25 Og synir Elkana: Amasaí og Ahímót,26 hans sonur Elkana, hans son Sofaí, hans son Nahat,27 hans son Elíab, hans son Jeróham, hans son Elkana.28 Og synir Samúels voru: Jóel, frumgetningurinn, og hinn annar Abía.29 Synir Merarí: Mahelí, hans son var Libní, hans son Símeí, hans son Ússa,30 hans son Símea, hans son Haggía, hans son Asaja.
31 Þessir eru þeir, er Davíð skipaði til söngs í húsi Drottins, er örkin hafði fundið hæli.32 Þjónuðu þeir við sönginn fyrir dyrum samfundatjalds-búðarinnar, uns Salómon reisti musteri Drottins í Jerúsalem, og gegndu þeir þjónustu sinni eftir reglum þeim, er fyrir þá voru lagðar.33 Þessir eru þeir, er þjónustu þessari gegndu og synir þeirra: Af sonum Kahatíta: Heman, söngvarinn, Jóelsson, Samúelssonar,34 Elkanasonar, Jeróhamssonar, Elíelssonar, Tóasonar,35 Súfssonar, Elkanasonar, Mahatssonar, Amasaísonar,36 Elkanasonar, Jóelssonar, Asaríasonar, Sefaníasonar,37 Tahatssonar, Assírssonar, Ebjasafssonar, Kórasonar,38 Jíseharssonar, Kahatssonar, Levísonar, Ísraelssonar.39 Bróðir hans var Asaf, er stóð honum til hægri handar, Asaf Berekíason, Símeasonar,40 Míkaelssonar, Baasejasonar, Malkíasonar,41 Etnísonar, Serasonar, Adajasonar,42 Etanssonar, Simmasonar, Simmeísonar,43 Jahatssonar, Gersomssonar, Levísonar.44 Og bræður þeirra, synir Merarí, stóðu til vinstri handar: Etan Kísíson, Abdísonar, Mallúkssonar,45 Hasabjasonar, Amasjasonar, Hilkíasonar,46 Amsísonar, Banísonar, Semerssonar,47 Mahelísonar, Músísonar, Merarísonar, Levísonar.48 Og bræður þeirra, levítarnir, voru settir yfir alla þjónustuna við musterisbústað Guðs.49 En Aron og synir hans fórnuðu á brennifórnaraltarinu og reykelsisaltarinu og önnuðust öll störf í Hinu allrahelgasta og að friðþægja fyrir Ísrael - að öllu leyti eins og Móse, þjónn Guðs, hafði fyrirskipað.50 Og þessir eru synir Arons: Eleasar, sonur hans, hans son Pínehas, hans son Abísúa,51 hans son Búkkí, hans son Ússí, hans son Serahja,52 hans son Merajót, hans son Amaría, hans son Ahítúb,53 hans son Sadók, hans son Akímaas.
54 Þetta eru bústaðir þeirra, taldir eftir tjaldbúðum í héraði þeirra: Niðjum Arons, ætt Kahatíta - því að fyrsti hluturinn hlotnaðist þeim -55 gáfu þeir Hebron í Júdalandi og beitilandið umhverfis hana.56 En akurland borgarinnar og þorpin, er að henni lágu, gáfu þeir Kaleb Jefúnnesyni.57 En sonum Arons gáfu þeir griðastaðinn Hebron, enn fremur Líbna og beitilandið, er að henni lá, Jattír og Estamóa og beitilandið, er að henni lá,58 Hólon og beitilandið, er að henni lá, Debír og beitilandið, er að henni lá,59 Asan og beitilandið, er að henni lá, og Bet Semes og beitilandið, er að henni lá.60 Og frá Benjamínsættkvísl: Geba og beitilandið, er að henni lá, Allemet og beitilandið, er að henni lá, og Anatót og beitilandið, er að henni lá. Alls voru borgir þeirra þrettán, og beitilöndin, er að þeim lágu.61 Aðrir synir Kahats fengu tíu borgir eftir hlutkesti frá ættum Efraímskynkvíslar og Danskynkvíslar og frá hálfri Manassekynkvísl.62 En synir Gersoms fengu þrettán borgir eftir ættum þeirra frá Íssakarskynkvísl, Asserskynkvísl, Naftalíkynkvísl og frá Manassekynkvísl í Basan.63 Synir Merarí fengu eftir hlutkesti tólf borgir eftir ættum þeirra, frá Rúbenskynkvísl, Gaðskynkvísl og frá Sebúlonskynkvísl.64 Þannig gáfu Ísraelsmenn levítum borgirnar og beitilöndin, er að þeim lágu,65 og þeir gáfu eftir hlutkesti frá kynkvísl Júdasona, frá kynkvísl Símeonssona og frá kynkvísl Benjamínssona þessar borgir, sem þeir nafngreindu.66 Og að því er snertir ættir þeirra Kahatssona, þá fengu þeir borgir þær, er þeim hlotnuðust, frá Efraímskynkvísl.67 Og þeir gáfu þeim griðastaðinn Síkem og beitilandið, er að henni lá, á Efraímfjöllum, enn fremur Geser og beitilandið, er að henni lá,68 Jokmeam og beitilandið, er að henni lá, Bet Hóron og beitilandið, er að henni lá,69 Ajalon og beitilandið, er að henni lá, og Gat Rimmon og beitilandið, er að henni lá.70 Og frá hálfri Manassekynkvísl: Aner og beitilandið, er að henni lá, og Jíbleam og beitilandið, er að henni lá - fyrir ættir hinna Kahatssona.71 Synir Gersoms fengu frá ætt hálfrar Manassekynkvíslar: Gólan í Basan og beitilandið, er að henni lá, og Astarót og beitilandið, er að henni lá.72 Og frá Íssakarskynkvísl: Kedes og beitilandið, er að henni lá, Dabrat og beitilandið, er að henni lá,73 Ramót og beitilandið, er að henni lá, og Anem og beitilandið, er að henni lá.74 Og frá Asserskynkvísl: Masal og beitilandið, er að henni lá, Abdón og beitilandið, er að henni lá,75 Húkok og beitilandið, er að henni lá, og Rehób og beitilandið, er að henni lá.76 Og frá Naftalíkynkvísl: Kedes í Galíl og beitilandið, er að henni lá, Hammót og beitilandið, er að henni lá, og Kirjataím og beitilandið, er að henni lá.77 Þeir synir Merarí, er enn voru eftir, fengu frá Sebúlonskynkvísl: Rimmónó og beitilandið, er að henni lá, og Tabór og beitilandið, er að henni lá.78 Og hinumegin Jórdanar, gegnt Jeríkó, fyrir austan Jórdan, fengu þeir frá Rúbenskynkvísl: Beser í eyðimörkinni og beitilandið, er að henni lá, Jahsa og beitilandið, er að henni lá,79 Kedemót og beitilandið, er að henni lá, og Mefaat og beitilandið, er að henni lá.80 Og frá Gaðskynkvísl: Ramót í Gíleað og beitilandið, er að henni lá, Mahanaím og beitilandið, er að henni lá,81 Hesbon og beitilandið, er að henni lá, og Jaser og beitilandið, er að henni lá.